Guðrún Jónsdóttir
Guðrún Jónsdóttir
Í PRÓFKJÖRI Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði laugardaginn 16. febrúar nk. gefst kjörið tækifæri til að hafa áhrif á skipan lista sjálfstæðisflokksins í komandi sveitarstjórnarkosningum.

Í PRÓFKJÖRI Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði laugardaginn 16. febrúar nk. gefst kjörið tækifæri til að hafa áhrif á skipan lista sjálfstæðisflokksins í komandi sveitarstjórnarkosningum. Til forystu þurfum við að velja dugmikið og traust fólk sem við bæjarbúar getum treyst að viðhaldi traustri fjármálastjórn bæjarins.

Það er ánægjulegt að Haraldur Þór skuli gefa kost á sér í 3. sæti því þar fer dugmikill og skipulagður atorkumaður sem nýtast mun okkur Hafnfirðingum vel við áframhaldandi uppbyggingu bæjarins.

Þau kynni sem ég hef haft af Haraldi í starfi innan fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna styrkja mig í þeirri bjargföstu trú að hann eigi fullt erindi í forystusveit Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði.

Framsýni hans og þekking á skipulags- og atvinnumálum mun án efa styrkja Hafnarfjörð sem bæjarfélag.

Hvet ég alla Hafnfirðinga til að taka þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins laugardaginn 16. febrúar nk. og styðja Harald Þór í 3. sæti.

Guðrún Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur skrifar: