ÞÓTT Stefán Jón Hafstein reki ættir sínar til frægra íhaldsmanna og væri sjálfur lengi heldur ópólitískur á tímum þegar engin skoðun þótti ná máli nema hún kæmi lengst af vinstrikantinum hafa stjórnunarhæfileikar hans jafnan verið slíkir í augum okkar...

ÞÓTT Stefán Jón Hafstein reki ættir sínar til frægra íhaldsmanna og væri sjálfur lengi heldur ópólitískur á tímum þegar engin skoðun þótti ná máli nema hún kæmi lengst af vinstrikantinum hafa stjórnunarhæfileikar hans jafnan verið slíkir í augum okkar fornvina hans að aldrei hefur svo vantað mann til að hafa forystu í mikilvægum málum að ekki hafi nafn hans þar borið á góma, alveg frá því hann var jafnan kosinn til allra hugsanlegra embætta í félagslífi menntaskólans.

Það var ekki fyrr en Stefán var farinn utan til náms í fjölmiðlafræði með tilheyrandi rannsókn á þjóðfélagslegum álitamálum að hann gerðist áberandi vinstrisinnaður. Ég held að í raun hafi hann þar fyrst og fremst fylgt sinni samvisku: Sú grunnhugsun ómengaðrar hægrimennsku að þeir sem eru duglegastir að raka saman fé og sölsa undir sig eignir skuli drottna yfir samfélögum var honum andstæð, - Stefán var og er að upplagi húmanískur jafnaðarmaður. Sem slíkur á hann heima í Samfylkingunni, og ég veit að hans liðstyrkur verður Reykjavíkurlistanum mikill hvalreki.

Ég skora á alla sem eiga þess kost að kjósa Stefán Jón í prófkjöri Samfylkingarinnar.

Einar Kárason rithöfundur skrifar: