Mike Myers
Mike Myers
MIKE Myers mun líklega leika trommarann heitna Keith Moon úr hljómsveitinni The Who. Söngvari Who, Roger Daltrey, er með kvikmynd í bígerð um félaga sinn sem lést úr ofneyslu eiturlyfja árið 1978. Telur Daltrey að Myers sé fullkominn í hlutverkið.

MIKE Myers mun líklega leika trommarann heitna Keith Moon úr hljómsveitinni The Who. Söngvari Who, Roger Daltrey, er með kvikmynd í bígerð um félaga sinn sem lést úr ofneyslu eiturlyfja árið 1978. Telur Daltrey að Myers sé fullkominn í hlutverkið. "Mike er snillingur, ég get auðveldlega séð hann fyrir mér sem Keith."

Trommarinn goðsagnakenndi var aðeins 32 ára er hann lést af ofneyslu lyfja. En Myers var ekki sá fyrsti sem til greina kom. Robbie Williams kom ekki síður til álita fyrst í stað. "En Robbie veldur mér dálitlum áhyggjum. Það er mikill "Moon" í honum, hann hefur sinn djöful að draga," segir Daltrey og á þar við vímuefnadjöfulinn.