FLESTIR nemendur Grunnskóla Grindavíkur mættu í furðufötum í skólann í gær í tilefni öskudagsins. Yngstu krakkarnir og kennarar þeirra mættu flest í náttfötum og eldri krakkarnir létu sitt ekki eftir liggja og mættu í alls konar búningum.
FLESTIR nemendur Grunnskóla Grindavíkur mættu í furðufötum í skólann í gær í tilefni öskudagsins. Yngstu krakkarnir og kennarar þeirra mættu flest í náttfötum og eldri krakkarnir létu sitt ekki eftir liggja og mættu í alls konar búningum. Eins og sjá má á fingrum drengjanna í fremstu röð átti að minnsta kosti einn sjónvarpsmaður á Skjá einum tvífara þennan dag. Hingað til hafa öskudagarnir verið venjulegir dagar í skólanum en miðað við hvernig til tókst nú er ljóst að krakkarnir mæta enn flottari að ári.