NÚ er búið að tilnefna stórmynd Peters Jacksons, Hringadróttinssaga - föruneyti hringsins, til 13 Óskarsverðlauna, hvorki meira né minna.

NÚ er búið að tilnefna stórmynd Peters Jacksons, Hringadróttinssaga - föruneyti hringsins, til 13 Óskarsverðlauna, hvorki meira né minna. Myndin hefur notið gífurlegra vinsælda hérlendis enda engin furða - í henni er ekkert til sparað og þá er sama hvar borið er niður.

Tónlistin í myndinni, sem kemur inn í 27. sæti Tónlistans, er samin af Howard nokkrum Shore og einkennist af dreymandi, ævintýralegum hljómum, hvar flautur og kórar spila veigamikið hlutverk. Írski söngfuglinn Enya á þar tvö lög, "The Council of Elrond" og "May It Be".