Hljómdiskurinn með lögum sem skreyta kvikmyndina Gemsa lítur inn á Tónlistann þessa vikuna.
Hljómdiskurinn með lögum sem skreyta kvikmyndina Gemsa lítur inn á Tónlistann þessa vikuna. Lagasafnið þar er metnaðarfullt - allir flytjendur íslenskir og leitaðist tónlistarstjórinn, Gunnar Lárus Hjálmarsson, við að endurspegla hvað er hæst á baugi í tónlistarmenningu hérlendra unglinga. "Hér sullast tegundirnar saman - rokk og raf, rapp og popp - enda er ekkert eðlilegra en víðsýni," segir Gunnar m.a. í upplýsingabæklingi disksins. Meðal flytjenda eru XXX Rottweilerhundar, Afkvæmi guðanna, Ensími, Heiða, Skytturnar, Maus og Smarty Pants.