EINKAFJÁRMÖGNUN stórframkvæmda er yfirskrift hádegisfundar sem Íslandsbanki, Félag viðskipta- og hagfræðinga og Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar stendur fyrir á morgun, föstudaginn 15. febrúar frá kl. 12 til 13.15. á Fiðlaranum.

EINKAFJÁRMÖGNUN stórframkvæmda er yfirskrift hádegisfundar sem Íslandsbanki, Félag viðskipta- og hagfræðinga og Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar stendur fyrir á morgun, föstudaginn 15. febrúar frá kl. 12 til 13.15. á Fiðlaranum.

Sigfús Jónasson, framkvæmdastjóri Nýsis, ráðgjafar og rekstrarþjónustu, flytur erindi um fjármögnun stórframkvæmda og fjallar m.a. um þau tækifæri og þær ógnanir sem fyrirtækið hefur staðið frammi fyrir við einkafjármögnun mannvirkja.

Einkafjármögnun, væntingar og veruleiki frá sjónarhóli fjármagnsmarkaðar er yfirskrift erindis Alexanders Kristjáns Guðmundssonar forstöðumanns verkefnis- og fasteignafjármögnunar Íslandsbanka. Hann fjallar um hvaða verkefni hefur verið ráðist í á síðastliðnum árum og á vegum hverra, aðferðafræðina, kosti hennar og galla.