FERÐAFÉLAG Akureyrar verður með þorraferð í Botna um komandi helgi, dagana 16. og 17. febrúar. Botni er einn af skálum félagsins og er í Svartárbotnum, um 15-16 kílómetra frá Svartárkoti. Þetta er skíðagönguferð.

FERÐAFÉLAG Akureyrar verður með þorraferð í Botna um komandi helgi, dagana 16. og 17. febrúar. Botni er einn af skálum félagsins og er í Svartárbotnum, um 15-16 kílómetra frá Svartárkoti. Þetta er skíðagönguferð.

Félagið býður svo upp á skíðagönguferðir alla laugardag í vetur, þ.e. í mars og apríl. Í maímánuði verður árleg skíða- og gönguferð á Súlur fyrsta dag þess mánaðar, þá er á dagskrá göngu- og skíðaferð á Kaldbak og fuglaskoðunarferð. Ferðafélag Akureyrar hefur kynnt ferðaáætlun sína fyrir árið 2002 og að venju kennir þar margra grasa. Öskjuvegsferðirnar sívinsælu er þar að finna, sumarleyfisferð til Noregs, fjölbreyttar gönguferðir, jeppaferð, hjólaferð og eyjasigling. Ferðaáætlunina má finna á heimasíðu félagsins, á slóðinni http://ffa.est.is en þar eru upplýsingar um félagið, skála þess, gönguleiðakort og fleira. Ferðafélag Akureyrar er með opið hús fyrsta fimmtudagskvöld í hverjum mánuði.