HEYRNARTÆKNI ehf. hóf starfsemi á Akureyri nýlega með opnun útibús í Hafnarstræti 95. Árni Hafstað, heyrnar- og talmeinafræðingur, mun sinna þar heyrnarmælingum og sölu á heyrnartækjum og hjálparhlustunarbúnaði.

HEYRNARTÆKNI ehf. hóf starfsemi á Akureyri nýlega með opnun útibús í Hafnarstræti 95. Árni Hafstað, heyrnar- og talmeinafræðingur, mun sinna þar heyrnarmælingum og sölu á heyrnartækjum og hjálparhlustunarbúnaði. Heyrnartækni hóf starfsemi í júní 2001 og er fyrsta einkarekna heyrnartækjastöðin á Íslandi.

Heyrnartækni er með umboð fyrir danska fyrirtækið Oticon sem er elsta starfandi heyrnartækjafyrirtækið í dag og hefur verið leiðandi í tækninýjungum. Oticon var fyrsta fyrirtækið til að setja á markað sjálfvirk stafræn heyrnartæki. Heyrnartækni leggur áherslu á að bjóða upp á nýjustu og fullkomnustu heyrnartækin frá Oticon, segir í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu.

Langir biðlistar eftir heyrnartækjum hafa skapast á undanförnum árum og er stærstur hluti þeirra sem bíður eftir þjónustu eldri borgarar. Landsbyggðarfólk hefur ekki farið varhluta af þessu ástandi og sem dæmi má nefna að þá hefur ekki verið starfrækt heyrnartækjastöð á Akureyri um árabil. Eldri borgarar eru sá hópur sem mest þarf á heyrnartækjum að halda og eiga þeir oft og tíðum erfitt með að ferðast langt til að leita eftir þjónustunni. Með opnun útibúsins vonast Heyrnartækni til að bæta þjónustu við heyrnarskerta á Norðurlandi, segir ennfremur í fréttatilkynningunni.

Heyrnartækni á Akureyri er opið á hverjum fimmtudegi. Nánari upplýsingar og móttaka tímapantana er í síma 8935960 og 5686880 og á heimasíðu fyrirtækisins, www.heyrnartaekni.is.