UM fimmtán þúsund manns komu saman í Chisinau, höfuðborg Moldóvu, í gær til að mótmæla þeim áætlunum kommúnistastjórnarinnar í landinu að auka veg og virðingu rússnesku tungunnar.
UM fimmtán þúsund manns komu saman í Chisinau, höfuðborg Moldóvu, í gær til að mótmæla þeim áætlunum kommúnistastjórnarinnar í landinu að auka veg og virðingu rússnesku tungunnar. Fólkið safnaðist saman fyrir framan stjórnarbygginguna í Chisinau en áður hafði farið fram kröfuganga, sú fjölmennasta fram að þessu sem efnt hefur verið til til að mótmæla áformunum.