Börnin á Barnabóli áttu erfitt með að stilla sér upp til myndatöku fyrir spenningi áður en lagt var af stað.
Börnin á Barnabóli áttu erfitt með að stilla sér upp til myndatöku fyrir spenningi áður en lagt var af stað.
ÖLL leikskólabörn á Skagaströnd fengu gefins endurskinsmerki frá slysavarnadeildinni nú nýlega. Er það hluti af forvarnarstarfi deildarinnar nú í svartasta skammdeginu.

ÖLL leikskólabörn á Skagaströnd fengu gefins endurskinsmerki frá slysavarnadeildinni nú nýlega. Er það hluti af forvarnarstarfi deildarinnar nú í svartasta skammdeginu.

Ernst Berndsen, formaður slysavarnadeildarinnar á Skagaströnd, brá sér í heimsókn í Barnaból ásamt gjaldkeranum Indriða Haukssyni. Meðferðis höfðu þeir félagar fullan poka af endurskinsmerkjum sem þeir nældu í yfirhafnir litlu barnanna um leið og þeir fræddu þau um mikilvægi þess að sjást vel í umferðinni. Einnig fóru þeir með krakkana skemmtiferð um bæinn á slysavarnabílnum við góðar undirtektir.

Á fundi eftir heimkomuna í Barnaból á ný ákváðu börnin og slysavarnamenn í sameiningu að fara saman í berjamó næsta sumar á ákveðinn stað í Spákonufelli, sem börnin hafa eignað sér og nefna Barnasel. Þar vex mikið af alls konar berjum og krakkarnir hafa undanfarin sumur sett niður trjáplöntur á svæðinu.