Davíð Gill Jónsson og Helga Björnsdóttir í flokki ungmenna F.
Davíð Gill Jónsson og Helga Björnsdóttir í flokki ungmenna F.
Í UMFJÖLLUN minni í gær, þar sem fjallað var um Íslandsmeistaramótið í 5 og 5 dönsum, féll, því miður, út umfjöllun um flokk Ungmenna í suður-amerískum dönsum með frjálsri aðferð.

Í UMFJÖLLUN minni í gær, þar sem fjallað var um Íslandsmeistaramótið í 5 og 5 dönsum, féll, því miður, út umfjöllun um flokk Ungmenna í suður-amerískum dönsum með frjálsri aðferð. Mér þykir ákaflega leitt að svona fór, því þarna voru á ferðinni pör sem áttu svo sannarlega skilið að fá birta um sig umfjöllun.

Í þessum flokki hömpuðu Íslandsmeistaratitli Davíð Gill Jónsson og Helga Björnsdóttir. Davíð Gill og Helga voru vel að þeim sigri komin og hef ég ekki séð þau dansa betur frá því þau byrjuðu að dansa saman. Fótavinnan þeirra var mjög góð og greinilegt var að þau hafa lagt mikla vinnu í tæknileg atriði. Það sem mér fannst þó mest um vert var að nú voru þau að dansa SAMAN, þ.e. þau dönsuðu sem par, en ekki sem tveir einstaklingar.

Til silfurverðlauna unnu Grétar Ali Khan og Jóhanna Berta Bernburg. Mér hefur alltaf fundist þau vera sterkari í sígildu samkvæmisdönsunum og var einnig svo á sunnudaginn. Þau eru engu að síður góðir dansarar og hafa svo sannarlega verið að sækja í sig veðrið. Mér finnst þó að þau mættu sýna meiri tjáningu í dansinum. Það var eins og vantaði einnig svolitla útgeislun í suður-amerísku dönsunum, útgeislun sem mér fannst vera fyrir hendi í þeim sígildu.

Íslandsmeistarar dagsins, með frjálsri aðferð, voru því:

Björn Ingi Pálsson og Ásta Björg Magnúsdóttir í flokki Unglinga I í báðum greinum

Friðrik Árnason & Sandra Júlía Bernburg í flokki Unglinga II í sígildum samkvæmisdönsum

Jónatan Arnar Örlygsson og Hólmfríður Björnsdóttir í flokki Unglinga II í suður-amerískum dönsum

Grétar Ali Khan og Jóhanna Berta Bernburg í flokki Ungmenna í sígildum samkvæmisdönsum.

Davíð Gill Jónsson og Helga Björnsdóttir í flokki Ungmenna í suður-amerískum dönsum

Ísak Halldórsson Nguyen og Helga Dögg Helgadóttir í flokki Áhugamanna í sígildum samkvæmisdönsum

Robin Sewell og Elísabet Sif Haraldsdóttir í flokki Áhugamanna í suður-amerískum dönsum

Björn Sveinsson og Bergþóra M. Bergþórsdóttir í flokki Fullorðinna í báðum greinum.

Jóhann Gunnar Arnarsson