FÖSTUDAGINN 15. febrúar opnar Ódýrt bensín (ÓB) nýja eldsneytissjálfsafgreiðslustöð við Esjubraut á Akranesi. Þar var áður hefðbundin OLÍS-þjónustustöð.

FÖSTUDAGINN 15. febrúar opnar Ódýrt bensín (ÓB) nýja eldsneytissjálfsafgreiðslustöð við Esjubraut á Akranesi. Þar var áður hefðbundin OLÍS-þjónustustöð.

"Í tilefni opnunarinnar býður ÓB á Akranesi eldsneytislítrann, næstu sjö daga, á sjö krónum lægra verði en á hefðbundnum þjónustustöðvum. Verðið verður síðan það sama og á öðrum ÓB-stöðvum eða um 5 krónum lægra en á þjónustustöðvum. Auk þessa fær hver viðskiptavinur stöðvarinnar frían einn lítra af rúðuhreinsi næstu 7 daga.

Starfsmenn ÓB munu verða á stöðinni næstu daga viðskiptavinum til halds og traust við notkun sjálfsalanna, en þeir eru einfaldir í notkun og á hvers manns færi að nota þá.

ÓB-stöðin á Esjubraut er sú ellefta í röðinni, en fyrir eru átta stöðvar á Reykjavíkursvæðinu, ein í Njarðvík og ein í Borgarnesi. Það er von forráðamanna ÓB að Akurnesingar muni taka þessum nýja valkosti vel enda um umtalsverðan sparnað að ræða fyrir bíleigendur, " segir í fréttatilkynningu frá ÓB.