Einn af ásteytingarsteinunum er undirgöngin undir Suðurlandsveg sem hestamenn telja að séu orðin of þröng eftir að helmingur þeirra var tekinn undir umferð gangandi og hjólandi umferðar.
Einn af ásteytingarsteinunum er undirgöngin undir Suðurlandsveg sem hestamenn telja að séu orðin of þröng eftir að helmingur þeirra var tekinn undir umferð gangandi og hjólandi umferðar.
BORGARYFIRVÖLD eru um þessar mundir að undirbúa fundarhald með hagsmunaaðilum sem stunda útivist í einhverri mynd í nágrenni við félagssvæði Fáks á Víðivöllum við Elliðaár.

BORGARYFIRVÖLD eru um þessar mundir að undirbúa fundarhald með hagsmunaaðilum sem stunda útivist í einhverri mynd í nágrenni við félagssvæði Fáks á Víðivöllum við Elliðaár.

Upplýsti Óskar Bergsson varaformaður skipulagsnefndar Reykjavíkurborgar að ætlunin væri að kalla saman göngu- og hjólreiðafólk á þessu svæði auk hestamanna í því augnamiði að fá fram öll sjónarmið og finna í framhaldinu lausn á þeim vanda sem upp er kominn vegna lagningu reið-, göngu- og hjólreiðastíga á svæðinu.

Mikillar óánægju hefur gætt meðal hestamanna með lagningu síðastnefndu stíganna og telja þeir þá liggja of nærri reiðgötunum víða og sömuleiðis telja þeir ófært að beina allri þessari umferð í gegnum sömu undirgöng undir Suðurlandsveg við Rauðavatn og undirgöngin undir Norðlingabraut sem þeir telja of þröng fyrir alla þessa umferð og hafi mikla slysahættu í för með sér.

Sagði Óskar hvorki búið að dagsetja né finna fundinum stað.