EKKI hyggjast Skagfirðingar né heldur Norðlendingar hvíla sig eftir landsmótið í sumar eins og ýjað var að í hestaþætti fyrir hálfum mánuði þegar fjallað var um mótaskrá LH og hestamót ársins.

EKKI hyggjast Skagfirðingar né heldur Norðlendingar hvíla sig eftir landsmótið í sumar eins og ýjað var að í hestaþætti fyrir hálfum mánuði þegar fjallað var um mótaskrá LH og hestamót ársins. Að sögn Stefáns Erlingssonar hjá Létti á Akureyri er engan bilbug á þeim að finna fyrir norðan og hyggjast þeir halda áfram með Fákaflugið sem tókst með miklum ágætum í fyrra. Sagði hann að allar líkur væru á að mótið yrði að þessu sinni haldið á Melgerðismelum en ekki væri búið að ganga endanlega frá hlutunum og því væri mótið ekki komið á mótaskrána.

Þá hefur dagsetning afmælismóts Fáks verið ákveðin 19. til 21. apríl og bætt hefur verið í mótaskrána vetrarmótum Sleipnis á Selfossi og nágrenni og sömuleiðis íþrótta- og gæðingamóti Sóta á Álftanesi. Þá ríkir enn fullkomin óvissa um dagsetningu Óvissumóts Sörla í Hafnarfirði að öðru leyti en því að það verður haldið í mars.