Íþróttamaður Borgarfjarðar 2001, Gauti Jóhannesson frjálsíþróttamaður.
Íþróttamaður Borgarfjarðar 2001, Gauti Jóhannesson frjálsíþróttamaður.
ÍÞRÓTTAMAÐUR Borgarfjarðar 2001 var kjörinn undir lok fjölmennrar íþróttahátíðar sem haldin var nýverið. Íþróttahátíðin var fjölmenn og bar þess merki að margir efnilegir íþróttamenn muni láta til sín taka í næstu framtíð.

ÍÞRÓTTAMAÐUR Borgarfjarðar 2001 var kjörinn undir lok fjölmennrar íþróttahátíðar sem haldin var nýverið. Íþróttahátíðin var fjölmenn og bar þess merki að margir efnilegir íþróttamenn muni láta til sín taka í næstu framtíð. Íþróttamaður Borgarfjarðar var að þessu sinni kosinn efnilegur frjálsíþróttamaður, Gauti Jóhannesson, liðlega tvítugur Akurnesingur, sem vann til margra verðlauna á árinu.

Gauti sigraði í 1.500 m og 3.000 m hlaupi á meistaramóti Íslands 15-22 ára. Hann varð jafnframt tvöfaldur Íslandsmeistari í unglingaflokki. Gauti stundar læknisnám í Svíþjóð og æfir með þarlendu félagi. Hann hefur verið mjög duglegur að keppa fyrir hönd UMSB, þykir góður félagi og góð fyrirmynd fyrir yngstu kynslóðina.

Næstir í þessu kjöri voru Sigurkarl Gústavsson (frjálsar íþróttir), Hlynur Bæringsson (körfuknattleikur), Hallbera Eiríksdóttir (frjálsar íþróttir), Guðmundur I. Einarsson (íþróttir fatlaðra), Alexander Ermolinskij (körfuknattleikur), Sigurður Guðmundsson (sund), Inga T. Sigurðardóttir (badminton), Hilmar Þór Hákonarson (knattspyrna) og Jakob Orri Jónsson (sund).