EINN vinningsmiði í Víkingalottóinu í gærkvöldi var seldur hér á landi og hlaut viðkomandi tæpar tíu milljónir í vinning.
EINN vinningsmiði í Víkingalottóinu í gærkvöldi var seldur hér á landi og hlaut viðkomandi tæpar tíu milljónir í vinning. Fimm voru með allar tölur réttar en heildarupphæð vinninga var rúmlega 53 milljónir króna og fær hver vinningshafi rúmar 9,7 milljónir í sinn hlut. Vinningsmiðinn hér á landi var seldur í Happahúsinu í Kringlunni. Hinir vinningsmiðarnir voru seldir í Noregi (2) og Danmörku (2). Tölur kvöldsins voru 7, 11, 16, 21, 27 og 42. Bónustölurnar voru 10 og 45.