BÍLASALI í Reykjavík hefur kært annan bílasala fyrir að valda talsverðum skemmdum á lakki á bifreið bílasalans þar sem hún stóð yfir nótt við bílasöluna fyrir skömmu.

BÍLASALI í Reykjavík hefur kært annan bílasala fyrir að valda talsverðum skemmdum á lakki á bifreið bílasalans þar sem hún stóð yfir nótt við bílasöluna fyrir skömmu.

Sakar bílasalinn kollega sinn um að hafa rispað bílinn svo illa að heilsprauta þurfi bílinn á ný. Eigandi annars bíls á bílasölunni hefur einnig lagt fram kæru á hendur bílasalanum en skemmdir á þeim bíl munu vera minniháttar.