ÞRIÐJUDAGINN 19. febrúar nk. verður haldinn stofnfundur Afríka 20:20 - félags áhugafólks um málefni Afríku sunnan Sahara. Markmið félagsins eru m.a.

ÞRIÐJUDAGINN 19. febrúar nk. verður haldinn stofnfundur Afríka 20:20 - félags áhugafólks um málefni Afríku sunnan Sahara. Markmið félagsins eru m.a. að skapa vettvang fyrir umræðu og stuðning við málefni sem varða Afríku sunnan Sahara og stuðla að auknum menningarlegum samskiptum. Allir sem styðja markmið félagsins eru velkomnir að sækja fundinn og gerast stofnfélagar.

Stofnfundurinn verður haldinn í Alþjóðahúsinu á Hverfisgötu 18, 3. hæð, í Reykjavík og hefst kl. 19:30.