DR. MAGNÚS Þorkell Bernharðsson sagnfræðingur og sérfræðingur í nútímasögu Miðausturlanda kennir á námskeiðinu Íslam og nútíminn sem hefst hjá Endurmenntunarstofnun HÍ mánudaginn 18. febrúar. Dr.

DR. MAGNÚS Þorkell Bernharðsson sagnfræðingur og sérfræðingur í nútímasögu Miðausturlanda kennir á námskeiðinu Íslam og nútíminn sem hefst hjá Endurmenntunarstofnun HÍ mánudaginn 18. febrúar. Dr. Michelle Hartmann sérfræðingur um stöðu kvenna í Miðausturlöndum heldur einnig fyrirlestur. Á námskeiðinu verður greint frá því hvernig trúin mótar viðbrögð múslima, sérstaklega í Miðausturlöndum, við mörgum meginmálum nútímans, svo sem jafnrétti kynja, hnattvæðingu og efnahags- og hernaðarveldi Bandaríkjanna. Fjallað verður sérstaklega um róttækar trúarhreyfingar og pólitísk markmið þeirra, svo sem al-Kaeda, samtök Osama bin Ladens. Kennt verður fjögur kvöld á Dunhaga 7; 18., 19., 21. og 25. feb. kl. 20.15-22.15. Frekari upplýsingar um námskeiðið er á vefsíðunni www.endurmenntun.is og þar er jafnframt hægt að skrá sig.