"HUGTAKIÐ einkaframkvæmd hefur rutt sér til rúms á síðari árum hérlendis og þá sérstaklega á á sviði byggingaframkvæmda og rekstri húsnæðis. Á ráðstefnu sem haldin verður 19. febrúar kl. 13.00-17.

"HUGTAKIÐ einkaframkvæmd hefur rutt sér til rúms á síðari árum hérlendis og þá sérstaklega á á sviði byggingaframkvæmda og rekstri húsnæðis. Á ráðstefnu sem haldin verður 19. febrúar kl. 13.00-17.10 á Grand hótel í Reykjavík á vegum Arkitektafélags Íslands, Tæknifræðingafélags Íslands og Verkfræðingafélags Íslands. Verður leitast við að svara spurningum varðandi hugtakið einkaframkvæmd. Hvað er einkaframkvæmd? Hvaða verkefni henta til einkaframkvæmdar? Ávinningurinn? Áhrif á byggingalist og gæði mannvirkja? Þá verður sérstaklega fjallað um TRH-verkefnið (Tónlistarhús - ráðstefnu- hótelbygging) í miðborg Reykjavíkur þar sem öll undirbúningsvinna verkefnisins gerir ráð fyrir að um einkaframkvæmd verði að ræða.

Auk innlendra fyrirlesara mun John Ferguson frá HLM architects segja frá reynslu fyritækisins af útboðum og rekstri mannvirkja í Bretlandi , en fyrirtækið hefur sérhæft sig á þessu sviði og unnið til fjölda verðlauna.

Ráðstefna er öllum opin og fer skráning fram á skrifstofu félaganna," segir í fréttatilkynningu.