LISTDANSSKÓLI Íslands stóð fyrir keppni í klassískum ballett á dögunum en með henni voru valdir dansarar til þátttöku í norrænni ballettkeppni sem haldin hefur verið í Mora í Svíþjóð í fimmtán ár.

LISTDANSSKÓLI Íslands stóð fyrir keppni í klassískum ballett á dögunum en með henni voru valdir dansarar til þátttöku í norrænni ballettkeppni sem haldin hefur verið í Mora í Svíþjóð í fimmtán ár. Dansararnir sem urðu hlutskarpastir og fara til Svíþjóðar fyrir Íslands hönd að þessu sinni eru fimm, þær Guðrún Óskarsdóttir, Hjördís Lilja Örnólfsdóttir, Emelía Benedikta Gísladóttir, María Lovísa Ámundadóttir og Tinna Ágústsdóttir.

Fyrsta árið sem Listdansskóli Íslands sendi þátttakendur í keppnina fóru þrjár stúlkur sem stóðu sig með ágætum, síðastliðið ár fóru einnig þrjár stúlkur og komst ein þeirra í úrslit keppninnar en þar etja kappi nemendur frá óperuballettskólum Norðurlandanna. Fjöldi þátttakenda er um fimmtíu og á síðasta ári sigruðu Finnar.

Á myndinni eru sigurvegarar keppninnar. F.v.: Guðrún Óskarsdóttir, Hjördís Lilja Örnólfsdóttir, Emelía Benedikta Gísladóttir, María Lovísa Ámundadóttir og Tinna Ágústsdóttir.