Á Bókasafni Reykjanesbæjar gátu börnin tekið þátt í getraun.
Á Bókasafni Reykjanesbæjar gátu börnin tekið þátt í getraun.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
ÖSKUDAGUR, öskudagur, allir skemmta sér...

ÖSKUDAGUR, öskudagur, allir skemmta sér... Þessa setningu mátti heyra um allan Reykjanesbæ í tilefni dagsins og greinilegt að börnin létu ekki rokið og rigninguna aftra sér frá því að arka milli verslana og fyrirtækja, syngja og fá verðlaun eins og siður er á þessum degi.

Í Reykjaneshöllinni stóðu léttsveit og lúðrasveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar fyrir öskudagsskemmtun fyrir ynstu árganga grunnskólanna. Kötturinn var sleginn úr tunnunni og ýmislegt til gamans gert eins og tilheyrir á þessum degi.

Leikskólakennararnir á Holti í Innri-Njarðvík voru sumir hverjir ófrýnilegir á að líta en börnin tóku þátt í ævintýrinu eins og sést á myndum sem þar voru teknar.