FORYSTUMENN norrænna landsdeilda Alþjóðaþingmannasambandsins (IPU) munu funda hér í Reykjavík í dag þar sem rætt verður um þátttöku þjóðþinga Norðurlandanna á komandi þingi Alþjóðaþingmannasambandsins sem haldið verður í Marrakesh dagana 17. - 24.

FORYSTUMENN norrænna landsdeilda Alþjóðaþingmannasambandsins (IPU) munu funda hér í Reykjavík í dag þar sem rætt verður um þátttöku þjóðþinga Norðurlandanna á komandi þingi Alþjóðaþingmannasambandsins sem haldið verður í Marrakesh dagana 17. - 24. mars nk. Aðalumræðuefni fundarins í Reykjavík verður hlutverk þjóðþinga í stefnumótun á tímum hnattvæðingar auk umræðna um umhverfismál og Kýótó-bókun loftlagssamnings Sameinuðu þjóðanna.

Fundurinn mun fara fram milli kl. 10 og 15. 30 í húsakynnum Alþingis.