Leiklist Súsanna Svavarsdóttir Á Herranótt hjá Menntaskólan um í Reykjavík. Hjá Mjólkur skógi. Höfundur: Dylan Thom as. Þýðandi: Kristinn Björnsson. Leikstjóri: Viðar Eggertsson. Aðstoðarleikstjóri: Guðrún Vil mundardóttir. Ljós: Árni Bald vinsson.

Af venjulegu skrítnu fólki

Leiklist Súsanna Svavarsdóttir Á Herranótt hjá Menntaskólan um í Reykjavík. Hjá Mjólkur skógi. Höfundur: Dylan Thom as. Þýðandi: Kristinn Björnsson. Leikstjóri: Viðar Eggertsson. Aðstoðarleikstjóri: Guðrún Vil mundardóttir. Ljós: Árni Bald vinsson. Leikmynd: Ingibjörg Sveinsdóttir. Búningar: Íris Ólöf Sigurjónsdóttir.

Það ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur, varð mér á orði, þegar ég sá að Á Herranótt Menntaskólans í Reykjavík yrði uppfærsla á Mjólkurskóginum, eft ir Dylan Thomas. Þetta er mann margt verk, fremur flókið í upp setningu, vegna stöðugra skipta á persónunum út og inn á sviðinu. Hver og einn á sér sögu, sem kem ur í bútum, hingað og þangað - og textinn er æði þéttur.

Verkið segir frá mannlífinu í litlu velsku þorpi; þorpi, sem rétt eins og skógurinn sem það stendur við, er bara þarna. Það er svo af skekkt, einangrað og laust við at hyglisverða sögu eða áhugaverðar byggingar, að þegar bandarískur ferðamannahópur kemur til Wales, er þorpið skoðað sem dæmi um deyfð og ömurleika. Svo kynnumst við íbúum þess, frá sólarupprás til sólarlags og þorpið er eins og limbó, þar sem þær fáu sálir sem þar búa, ráfa um frá eilífið til eilífð ar.

Söguna segja fjórir sögumenn, sem sjá inn í drauma og hugar heim allra íbúanna. Sögumennirnir eru fjórar konur og þær flétta ofan af hræsninni, hæðast að yfirdreps skapnum, tala af samúð um þá sem ekki þora að láta drauma sína rætast, segja fyrir um hvernig muni fara, þegar kona og maður girnast hvort annað, og svo fram vegis. Texti þeirra er í senn ljóð rænn og fyndinn. Þessir fjórir sögumenn stjórna hreyfingu sýn ingarinnar; eftir frásögn þeirra dansa þorpsbúarnir á sviðið. Og sögumennirnir kalla þá fram á óheppilegum augnablikum, einmitt þegar þeir eru að gæla við sínar leyndustu hugsanir, dekra við dökku hliðarnar á sjálfum sér, eða að rækta galla sína. Enginn kemst undan, því sögumennirnir eru al sjáandi.

Högni kaptugi, sem fyrrum sigldi um heimshöfun, hefur tapað sjóninni og hefur horfið aftur til þeirra daga, þegar hann sá sína heittelskuðu Rósu Próbert, sem nú er dáin og vitjar hans í draumi um nætur, ásamt löngu drukknuðum félögum Högna. Svo eru það turtil dúfurnar Mog Edwards, skraddari þorpsins og hún Myfanwy Price, kjólasaumakona sem rekur sæl gætisverslun. Þau senda hvort öðru ilmandi ástarbréf daglega - hún hefur játast honum, en þau eiga eftir að skrifast á og elska hvort annað í sitthvorum enda þorpsins um langan aldur. Og Villi Nilli, póstur, og frú Villi Nilli, sem standa með bréfin yfir gufukötlum, opna þau og lesa, áður en Villi Nilli ber þau út. Þetta vita allir og þegar Villi Nilli, kemur með bréf eða böggla, spyr viðtakandinn alltaf um innihaldið og Villi Nilli svarar öllu af mikilli samvisku semi.

Og allt þetta venjulega, skrítna fólk á sér sögu; Gréta Garter á óteljandi börn, með körlunum í þorpinu, afþví hún kann ekki að segja nei, Herra Waldo, er ekkju maður með 24 barnameðlagskröf ur og fleiri á leiðinni. Haustló Ben on, fallega, ógifta ísmærin sem kennir börnunum, er að ærast úr losta undir frosthjúpnum, frú Og more-Pritchard, ekkja eftir tvo eig inmenn, sem báðir hafa flúið til heljar, til að losna við hana, en þurfa svo að taka út þungbæra refsingu; að mæta í svefnherbergi frúarinnar á hverri nóttu til að taka við skipunum hennar. Svona væri hægt að telja upp lengi dags, en skal hér staðar numið.

Hjá Mjólkurskógi er heillandi verk. Textinn er í senn ljóðrænn, fyndinn, dramatískur og allt fullt af orðum og setningum sem hægt er að smjatta lengi á. Til þess að alls þessa verði notið, þarf árans sterkan og góðan leikhóp og ég verð að segja að leikhópur Herra nætur var vandanum vaxinn. Framsögn og meðferð texta var mjög góð, á köflum framúrskar andi. Að öðrum ólöstuðum báru þó sögumennirnir Sigríður Hagalín Björnsdóttir og Sólveig Arnars dóttir af. Þær léku sér að textanum og undirstrikuðu hann með lifandi hreyfingum og látbragði. Tónlistin var mjög vel flutt og söngur góð ur. Sviðsframkoma var svo ótrú lega lipur og vandræðalaus að manni datt helst í hug að þessir krakkar hefðu leikið hjá Herranótt frá upphafi, það er að segja í 200 ár; slík virtist kunnátta þeirra og hæfni. Leikmyndin er einföld og búningarnir einkar fjölbreyttir og skemmtilegir.

Leikstjórinn, Viðar Eggertsson hefur sýnilega gert sér grein fyrir hæfni þessa áhugaleikhóps og skil ar hér sýningu sem er unun að hofa og hlusta á.