FYLKISMENN fengu í hendurnar í gær þriðja tilboðið frá norska úrvalsdeildarliðinu Molde í Ólaf Stígsson.

FYLKISMENN fengu í hendurnar í gær þriðja tilboðið frá norska úrvalsdeildarliðinu Molde í Ólaf Stígsson. Að sögn Kjartans Daníelssonar, formanns knattspyrnudeildar Fylkis, er tilboðið frá Norðmönnunum mun hagstæðara en fyrri tvö tilboðin og það ætti að skýrast í dag eða á morgun hvort því verður tekið.

Sjálfur hefur Ólafur samið við Molde um kaup og kjör svo líkur hafa aukist á að þriðji Íslendingurinn gangi í herbúðir félagsins en fyrir hjá félaginu eru Andri Sigþórsson og Bjarni Þorsteinsson.