LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eftir vitnum að umferðaróhappi sem varð á gatnamótum Túngötu og Garðastrætis laugardaginn 2. febrúar um kl. 13.55.

LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eftir vitnum að umferðaróhappi sem varð á gatnamótum Túngötu og Garðastrætis laugardaginn 2. febrúar um kl. 13.55.

Þar var bifreið ekið suður Garðastræti, beygt áleiðis austur Túngötu og utan í bifreiðina RT-933, af gerðinni MMC Lancer, gráa að lit, sem ekið var austur Túngötu og beygt norður Garðastræti og í framhaldi af því ekið af vettvangi. Þeir sem geta veitt upplýsingar um málið eru beðnir að hafa samband við lögregluna í Reykjavík.

Þá er lýst eftir vitnum að atviki við Suðurbugt gegnt verbúð 10, þegar ekið var á bifreiðina IR-697, sem er Mitsubishi Lancer, brún fólksbifreið, þar sem hún stóð kyrr.

Er talið að þetta hafi átt sér stað 12. febr. sl. á milli kl. 8 til 9.30. Tjónvaldur fór af vettvangi án þess að tilkynna um tjónið. Því er hann eða aðrir beðnir að snúa sér til umferðardeildar lögreglunnar í Reykjavík.