FYRSTA skóflustungan að sýningarskála Saltfiskseturs Íslands var tekin í Grindavík í gær. Einar Njálsson annaðist verkið en hann er formaður stjórnar Saltfisksetursins og þurfti hann að vera vel klæddur í rokinu og rigningunni.

FYRSTA skóflustungan að sýningarskála Saltfiskseturs Íslands var tekin í Grindavík í gær. Einar Njálsson annaðist verkið en hann er formaður stjórnar Saltfisksetursins og þurfti hann að vera vel klæddur í rokinu og rigningunni.

Forval fór fram vegna vals á teikningum og húsi. Lægsta tilboðið var frá Ístaki hf. og tók fyrirtækið að sér að byggja skálann fyrir rúmar 100 milljónir kr. Við athöfnina í gær óskaði Einar Njálsson verktökum velfarnaðar í þeirri vinnu sem hæfist strax að athöfn lokinni. Húsið mun rísa á tiltölulega stuttum tíma því verklok eru áætluð 14. ágúst á þessu ári.

Í húsi Saltfiskseturs Íslands verður sett upp saltfisksýning. Húsið er á góðum stað í bænum, í því er gott útsýni yfir höfnina.