Kötturinn sleginn úr tunnunni á Ráðhústorgi í roki og rigningu.
Kötturinn sleginn úr tunnunni á Ráðhústorgi í roki og rigningu.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
LÁGVAXNAR furðuverur fuku til í roki og rigningu öskudagsins á Akureyri.
LÁGVAXNAR furðuverur fuku til í roki og rigningu öskudagsins á Akureyri. Veðrið lék ekki við blessuð börnin sem klæddu sig upp á í glæsilega grímubúninga í býtið og héldu af stað í árlega bæjarferð, þar sem sungið er fyrir starfsfólk fyrirtækja, stofnana og verslana sem launa fyrir með sælgæti. Glerhált var í bænum og því erfitt að fóta sig í hvassviðrinu, en ekki virtust börnin láta það á sig fá og héldu sínu striki. Reyndar kusu mörg þeirra að dvelja í hlýjunni í verslunarmiðstöðinni Glerártorgi þar sem hægt var að taka lagið á sviði. Kötturinn var að venju slegin úr tunnunni á Ráðhústorgi og sýndu þar margir mikið harðfylgi.