21. febrúar 2002 | Viðskiptablað | 127 orð

Annast frágang um 85% viðskipta af VÞÍ

NAFNI Fjármálalausna ehf., dótturfyrirtækis TölvuMynda hf., hefur verið breytt í Libra ehf., en fyrirtækið framleiðir hugbúnað undir vörumerkinu Libra (áður Verðbréfavogin).
NAFNI Fjármálalausna ehf., dótturfyrirtækis TölvuMynda hf., hefur verið breytt í Libra ehf., en fyrirtækið framleiðir hugbúnað undir vörumerkinu Libra (áður Verðbréfavogin). Fyrirtækið hefur verið leiðandi í þróun og framleiðslu hugbúnaðar fyrir íslenskan fjármálamarkað frá árinu 1996. Libra-kerfin eru í notkun hjá helstu fjármálafyrirtækjum landsins og til marks um útbreiðslu fer frágangur um 85% viðskipta af Verðbréfaþingi Íslands fram í Libra-bakvinnslukerfinu.

Að því er fram kemur í fréttatilkynningu er tilgangur nafnbreytingarinnar að kenna fyrirtækið við aðalvöru þess. Einnig hafa orðið skipulagsbreytingar hjá fyrirtækinu, en um áramótin tók Þórður Gíslason við starfi framkvæmdastjóra. Þórður hefur leitt vöruþróun Verðbréfavogarinnar frá upphafi.

Vöxtur Libra hefur verið mikill en hjá fyrirtækinu starfar nú um 40 manna samhentur hópur sem býr yfir góðri menntun og mikilli reynslu í þjónustu og þróun hugbúnaðarlausna fyrir fjármálamarkaðinn.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.