LANDSFUNDUR SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS Davíð Oddsson í ávarpi eftir að hann var kjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins: Ég mun gera mitt ýtrasta til að rísa undir þessu trausti HÉR á eftir fer ávarp Davíðs Oddssonar eftir að úrslit í for mannskjöri á landsfundi...

LANDSFUNDUR SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS Davíð Oddsson í ávarpi eftir að hann var kjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins: Ég mun gera mitt ýtrasta til að rísa undir þessu trausti

HÉR á eftir fer ávarp Davíðs Oddssonar eftir að úrslit í for mannskjöri á landsfundi Sjálf stæðisflokksins lágu fyrir.

Ágætu flokkssystkin, kæru landsfundarfulltrúar.

Ég er afskaplega hrærður og þakklátur fyrir þá niðurstöðu sem nú er orðin, og jafnframt stoltur yfir því trausti sem mér hefur verið sýnt. Ég mun gera mitt ýtrasta til að rísa undir því trausti.

Ég er ekki síður þakklátur fyrir það, að landsfundurinn gat tekið á því úrlausnarefni sem fyrir hann var lagt, að kjósa á milli tveggja samherja með þeim hætti, að menn eru lítt móðir og alls ósárir. Það leiðir af eðli vals af því tagi sem hér fór fram, að annar hvor fram bjóðandinn hlýtur færri atkvæði en hinn. Í því þarf ekki að felast tap fyrir einn eða neinn. Því eins og ég sagði í minni ræðu í gær: Menn voru ekki að kjósa með neinum og ekki á móti neinum. Ef vel er á spilunum haldið getur niðurstaðan falið í sér sigur fyrir alla.

Ég hef fundið það glöggt á þess um dögum, hvern hug landsfundar fulltrúar bera til okkar Þorsteins, og við getum báðir verið stoltir yfir því. Ekki síst hef ég fundið hvern hug menn hafa borið til Þorsteins Pálssonar, hvort sem menn hafa greitt honum atkvæði sitt að þessu sinni eða ekki. Ég hef fundið glöggt, óháð því í hvern hóp menn hafa skipað sér á þessum fundi, að menn meta störf og staðfestu Þorsteins og þau góðu verk sem hann hefur unnið í þágu okkar allra á þeim drjúga tíma sem hann hefur leitt Sjálfstæðisflokkinn. Og ég veit líka að sjálfstæðisfólki, jafnt því sem situr þennan fund sem öðru fólki, er mikið í mun eins og mér, að kraftar, þekking og þroski Þor steins Pálssonar fái notið sín í Sjálf stæðisflokki framtíðarinnar. Þeir hæfileikar, sem hann hefur til að bera, leiða sjálfkrafa til þess, hvað sem þessum úrslitum líður, að hann verður jafnan í hópi fremstu for ustumanna flokksins.

Ég geri mér fulla grein fyrir því að mörg ykkar voru sett í mikinn vanda vegna þess vals sem þurfti að koma á þessum fundi. Þið hafið valdið þeim vanda og þess vegna stendur flokkurinn sterkari á eftir.

Nú snúum við bökum saman, göngum heilir hildar til, þeirrar kosningabaráttu sem framundan er, í þeirri fullvissu að fátt er mikil vægara en að sterkur og öflugur Sjálfstæðisflokkur verði til eftir að þeim kosningum lýkur. Það er heill andi verkefni fyrir okkur öll, að hrinda oki vinstri stjórnar af Íslend ingum. Það er verðugt viðfangsefni og mér segir svo hugur um, að það verði þakklátt viðfangsefni, svo þreytt sem þjóðin er á vanmætti ríkisstjórnarinnar og virðingarleysi hennar fyrir loforðum og fyrirheit um. Menn vilja ekki una því leng ur, að í þessu eina ríki á vestur hveli jarðar skuli vera afturför og stöðnun meðan öllum öðrum þjóðum miðar fram í atlæti og kjörum. Menn geta allt eins valið sér til verks laglausan söngvara, litblind an málara eða áttavilltan leiðsögu mann, eins og ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar til að leiða landið.

Þessi 29. landsfundur sjálfstæð ismanna hefur lagt grunninn að nýjum tökum í stjórn landsmála. Frá þessum fundi göngum við með það veganesti sem þarf. Við vitum að kosningabaráttan verður snögg og snörp. Við vitum að kosninga vindar geta verið harðir og við skul um fagna þeim vindum með sama hugarfari og Hannes Hafstein fagn aði storminum þegar hann sagði um storminn:

Þú þenur út seglin og byrðinginn ber

og birtandi andhreinn um jörðina fer,

þú loftilla dáðlausa lognmollu hrekur

og lífsanda starfandi hvarvetna vekur.

Við skulum strengja þess heit á þessum fundi, sjálfstæðismenn, að hrekja loftilla dáðlausa lognmollu úr stjórnarráðinu og vekja starfandi lífsanda hvarvetna með þjóðinni. Takist okkur það, sem okkur tekst, þá erum við að ganga götuna til góðs. Þakka ykkur kærlega fyrir.

Sigri Davíðs Oddssonar í formannskjörinu fagnað. Hjá honum standa Þór Whitehead prófessor, Þorvaldur Garðar Kristjánsson alþingis maður og Ástríður Thorarensen eiginkona Davíðs.