19. mars 1991 | Minningargreinar | 501 orð

Jóhanna Kristín Yngvadóttir

Jóhanna Kristín Yngvadóttir Á föstudegi er ég staddur á Vífilsstöðum. Í rúminu inná sjúkrastofunni liggur vinkona mín listamaðurinn Jóhanna Kristín eða Stína eins og flestir vinir hennar kalla hana. Sængin er hvít og húner í hvítri sjúkrahússmussu fallega máluð með rauðar varir og slegið hár, við sjúkrarúmið situr Matthías unnusti hennar og vinur, hljóðlátur og elskulegur. Þau tala um sýningar í Berlín, Amsterdam og á Kjarvalsstöðum - heilsan er að koma á ný, dapurleikinn er að hverfa, gleðin að taka við. Hún stríðir mér og hrekkir eins og húner vön og segir svo: Veistu að mér er að batna og við ráðgerum lítið stefnumót á sjúkrastofunni í næstu viku.

Á mánudaginn helfregnin, Matthías hringir og segir að hún sé dáin.

Þegar fólk er komið á minn aldur er stundum vont að lifa aðra. Þegar þrjátíu og sjö ára gömul vinkona deyr, sem er ekki bara snillingur heldur líka vinur er spurt, til hvers og af hverju. Hversvegna erum við alltaf að velkjast innan um meðalmennskuna sem lifir alltof lengi, þegar svona hljóðlátri perlu er skilað í skelina sína og henni lokað aftur.

Jóhanna Kristín var fyrst og fremst einlæg og hljóðlát manneskja sem á stuttri ævi og án áreynslu markaði svo djúp spor að þau hverfa aldrei.

Að eignast svona vin er dýrmætara en flest annað. Hún sýndi í litlu galleríi sem ég rak einu sinni og upp úr því fléttaðist ég inní líf hennar af og til, þegar hún var í Reykjavík, Stokkhólmi eða á Taormina á Sikiley með Ívari og Björgu dóttur sinni.

Jóhanna Kristín hélt sýningu á verkum sínum í Nýlistasafninu og þar sá ég hana fyrst. Hún sat innan um þessi miklu málverk og ég tók andann á lofti þegar ég kominn. Sjaldan hef ég séð jafn einlæga og stórkostlega sýningu.

Í viðtali í Þjóðviljanum í maí 1984, segir hún: "Fólk er almennt of bundið við þá hugsun að myndlist sé bara eitthvert káf til þessað hengja upp á vegg. Menn hugsa alltof mikið um málverk sem skraut og stundargaman. Það skilur ekki að þetta er tjáning og það alvarleg tjáning. Það heldur að listamenn séu bara fífl. Allt í kringum okkur hvort heldur er stóll eða bíll er til komið vegna sköpunar. Það sprettur ekkert af sjálfu sér. Ég held að fólk mætti hugsa meir um andann í stað þessað einblína á stundargamanið einvörðungu. Það gleymist nefnilega að þegar þjóð líður undir lok eru listir og vísindi hið eina sem eftir lifir."

Jóhanna Kristín var mikill málari og dapurlegt að hún skyldi deyja svo ung, en á stuttri ævi varð hún fleirum til gleði, fyrstog fremst sem manneskja og líka með verkum sínum, heldur en flestu fólki auðnast.

Þegar hún kveður þennan heim vaknar sú spurning hvers virði íslenskt þjóðfélag væri ef ekkihefði verið skrifuð Njála, ef Guðbrandur Hólabiskup hefði ekki lá tið prenta Biblíuna og ef hún hefðiekki málað dúkana sína.

Gleðin að hafa kynnst henni yfirgnæfir sorgina að hafa misst hana.

Knútur Bruun

;

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.