Einnig er búið að gefa út bækling um hótelgistingu í Kaupmannahöfn.
Einnig er búið að gefa út bækling um hótelgistingu í Kaupmannahöfn.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
FERÐASKRIFSTOFAN Fylkir - bílaleiga ehf. sem sérhæfir sig í Danmerkurferðum hefur í samvinnu við gistiþjónustuaðila í Danmörku gefið út tvo bæklinga, annar þeirra er um gistingu hjá Íslendingum í Danmörku en hinn er um hótelgistingu í Kaupmannahöfn.

FERÐASKRIFSTOFAN Fylkir - bílaleiga ehf. sem sérhæfir sig í Danmerkurferðum hefur í samvinnu við gistiþjónustuaðila í Danmörku gefið út tvo bæklinga, annar þeirra er um gistingu hjá Íslendingum í Danmörku en hinn er um hótelgistingu í Kaupmannahöfn.

Fylkir Ágústsson sem rekur ferðaskrifstofuna Fylki segir að upphaflega hafi hann byrjað reksturinn með bílaleigunni fyrir níu árum. Smám saman hafi reksturinn undið upp á sig og nú sé hann farinn að útvega fólki gistingu, húsbíla, símakort og aðra þjónustu sem það vill fá í Danmörku.

"Ég sérhæfi mig í þjónustu fyrir Danmerkurfara þótt ég sé að vísu farinn að útvega fólki sumarhús í Noregi, Svíþjóð, Þýskalandi og víðar."

Fylkir segir að Íslendingar spyrji mikið um gistingu hjá löndum sínum í Danmörku og því hefur hann nú í samstarfi við sex íslenska aðila sem bjóða gistingu t.d. í Kaupmannahöfn og Billund gefið út bækling um gistingu hjá Íslendingum í Danmörku.

"Það eru fleiri en þessir sex íslensku aðilar sem bjóða gistingu í Danmörku en ég hef verið í samstarfi við þessa. Margir sem leigja sumarhús eða bíl og jafnvel húsbíla hjá mér hafa nefnilega viljað gista hjá Íslendingum áður eða á eftir."

Þá segir Fylkir það hafa færst í aukana að fólk sem er í viðskiptaerindum vilji fá upplýsingar um hótel og því hafi hinn bæklingurinn verið útbúinn. "Þetta eru þriggja og fjögurra stjörnu hótel sem við höfum valið í bæklinginn, m.a. átta hótel frá ARP-Hansen-hótelkeðjunni."

Hann segir að þó að hann sé farinn að útvega fólki heimagistingu, íbúðagistingu, hótelherbergi og bændagistingu séu sumarhúsin alltaf vinsæl en þau er hann búinn að vera með í sex ár.

"Ég er með um 7.000 hús á vegum Dancenter og fólk fer bara beint inn á Netið og tekur þar frá hús sem því líst vel á. Við erum líka með í boði sumarhúsahverfi frá Lalandia." Hann segir að úrvalið sé fjölbreytt en bendir fólki eindregið á að taka ekki ódýrustu húsin heldur hafa þau vandaðri, það margborgi sig.

Þegar hann er spurður hvort margir kjósi að leigja húsbíl í Danmörku segir hann það færast í aukana með hverju árinu sem líður.

"Húsbílarnir hafa þann kost að það er hægt að ferðast um með gististaðinn með sér og fjögurra til fimm manna fjölskylda borgar frá 70.000-90.000 fyrir vikuleigu.

Þegar Fylkir er spurður um dönsku GSM-símakortin sem hann fór

að selja fyrir nokkru segist hann hafa gert samkomulag við TeleDanmark um að kynna kortin og nú kaupir hann sjálfur um þúsund kort á ári sem hann selur en hann segist þó gefa megnið af þeim. "Þegar fólk leigir sumarhús eða húsbíl í hálfan mánuð fylgir símakort með. Það getur verið þægilegt fyrir fólk að fá danskt símanúmer á meðan það er í Danmörku. Þá eru engir að hringja í fólk nema þeir sem vita danska númerið. Oft er það þannig að fólk er að hringja í símann til Danmerkur frá Íslandi og ef svarað er í símann borgar sá sem er í Danmörku reikninginn.

Fylkir hefur verið í samstarfi við danskar og þýskar bílaleigur í níu ár og segir að undanfarið hafi hann tekið eftir aukinni

eftirspurn eftir bílum sem aka megi á til Austur-Evrópu. "Það vill svo til að húsbílafyrirtækið sem ég skipti við er einnig með bílaleigu og á þeim bílum má aka til Tékklands, Póllands og Ungverjalands svo dæmi séu tekin.

Ferðaskrifstofan Fylkir - Bílaleiga ehf. Fjarðarstræti 15 400 Ísafjörður sími 4563745 netfang: fylkirag@fylkir.is Veffang: www.fylkir.is