Áttatíu og fimm fá úthlutun úr Launasjóði rithöfunda Stjórn Launasjóðs rithöfunda hefur lokið afgreiðslu umsókna um greiðslur úr sjóðnum fyrir árið 1991.

Áttatíu og fimm fá úthlutun úr Launasjóði rithöfunda Stjórn Launasjóðs rithöfunda hefur lokið afgreiðslu umsókna um greiðslur úr sjóðnum fyrir árið

1991. Í lögum og reglugerð sjóðsins segir að árstekjum hans skuli varið til að greiða íslenskum rithöfundum starfslaun samsvarandi byrjunarlaunum framhaldsskólakennara. Þessi laun eru kr. 74.049. Alls bárust 199 umsóknir og sótt var um rúmlega 1.100 mánaðarlaun en til úthlutunar var upphæð sem samsvarar um 327 mánaðarlaunum. Hægt var að verða við 85 umsóknum en 114 umsækjendum var synjað um fyrirgreiðslu.

Starfslaunum úr sjóðnum var úthlutað þannig:

Níu mánaða starfslaun hlutu:

Einar Már Guðmundsson, Pétur Gunnarsson, Steinunn Sigurðardóttir, Svava Jakobsdóttir, Thor Vilhjálmsson og Vigdís Grímsdóttir.

Sex mánaða starfslaun hlutu:

Birgir Sigurðsson, Einar Kárason, Fríða Á. Sigurðardóttir, Guðbergur Bergsson, Gyrðir Elíasson, Kristín Steinsdóttir, Ólafur Haukur Símonarson, Sigurður Pálsson, Stefán Hörður Grímsson, Þórarinn Eldjárn, Þorsteinn frá Hamri og Þórunn Valdimarsdóttir.

Fjögurra mánaða starfslaun hlutu:

Andrés Indriðason, Auður Haralds, Böðvar Guðmundsson, Guðmundur Andri Thorsson, Guðmundur Ólafsson, Hallgrímur Helgason, Ingibjörg Haraldsdóttir, Ísak Harðarson, Kristín Ómarsdóttir, Kristján Karlsson, Nína Björk Árnadóttir, Rúnar Helgi Vignisson, Rúnar Ármann Artúrsson, Sigfús Bjartmarsson, Sigurjón Sigurðsson Sjón, og Þorgeir Þorgeirson.

Þriggja mánaða starfslaun hlutu:

Anton Helgi Jónsson, Aðalsteinn Ingólfsson, Ásgeir Jakobsson, Berglind Gunnarsdóttir, Birgir Svan Símonarson, Björn Th. Björnsson, Egill Egilsson, Eiríkur Brynjólfsson, Elísabet Þorgeirsdóttir, Geir Kristjánsson, Guðmundur Steinsson, Guðjón Sveinsson, Guðlaugur Arason, Hannes Sigfússon, Hjörtur Pálsson, Inga Huld Hákonardóttir, Ingunn Þóra Magnúsdóttir, Iðunn Steinsdóttir, Jóhanna Kristjónsdóttir, Jón Hallur Stefánssosn, Jón Óskar, Jónas Þorbjarnarson, Kjartan Árnason, Kristján frá Djúpalæk, Kristján Jóhann Jónsson, Kristján Kristjánsson, Magnea frá Kleifum (Magnúsdóttir), Ólafur Gunnarsson, Olga Guðrún Árnadóttir, Óskar Árni Óskarsson, Pjetur Hafstein Lárusson, Sigfús Daðason, Sigurður A. Magnússon, Sveinbjörn I. Baldvinsson og Sigurður Ingólfsson.

Tveggja mánaða starfslaun hlutu:

Anna S. Björnsdóttir, Árni Ibsen, Baldur Gunnarsson, Einar Örn Gunnarsson, Elías Mar, Elísabet Jökulsdóttir, Erlingur E. Halldórsson, Geirlaugur Magnússon, Gunnar Dal, Hrafnhildur Hagalín Guðmundsdóttir, Linda Vilhjálmsdóttir, Steinar Jóhannsson, Sverrir Hólmarsson, Þorri Jóhannsson, Þorvarður Helgason og Óskar Aðalsteinn.

(Fréttatilkynning)