Færeyjar: Samið um fríverslun við EB Kaupmannahöfn. Frá Nils Jørgen Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. SKRIFAÐ verður undir fríverslunarsamning Færeyja og Evrópubandalagsins (EB) í sumar. Þá hafa samningaumleitanir staðið yfir í tvö ár samfleytt.

Færeyjar: Samið um fríverslun við EB Kaupmannahöfn. Frá Nils Jørgen Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins.

SKRIFAÐ verður undir fríverslunarsamning Færeyja og Evrópubandalagsins (EB) í sumar. Þá hafa samningaumleitanir staðið yfir í tvö ár samfleytt. Gildistaka samninganna hefur í för með sér að Færeyingar fá aðgang að innri markaði EB frá 1. janúar 1992.

Samkvæmt samningnum fá Færeyingar frjálsan aðgang með vörur sínar að EB-markaðnum, en á móti fella þeir niður tolla af vörum EBlandanna.

Færeyjar hafa annars verið eini hluti danska ríkisins sem ekki hefur átt aðild að EB. Færeyingar höfnuðu aðild á áttunda áratugnum, en Grænlendingar sögðu sig úr bandalaginu árið 1985.

Fiskveiðimál eru eina atriðið sem eftir er að ganga frá í samningnum, en búist er við að það verði leyst fyrir sumarið.