Eignaraðild 10 stærstu hlutahafa í Granda hf. hefur breyst nokkuð á síðustu tveimur árum eins og þetta yfirlit sýnir. Á síðasta ári sameinuðust Hraðfrystistöð Reykjavíkur og Grandi hf. og standa nú fyrri eigendur Hraðfrystistöðvarinnar á bak við Haf hf.

Eignaraðild 10 stærstu hlutahafa í Granda hf. hefur breyst nokkuð á síðustu tveimur árum eins og þetta yfirlit sýnir. Á síðasta ári sameinuðust Hraðfrystistöð Reykjavíkur og Grandi hf. og standa nú fyrri eigendur Hraðfrystistöðvarinnar á bak við Haf hf. sem er annar stærsti hluthafinn í Granda. Helstu eigendur Hafs hf. eru Ágúst Einarsson og aðilar tengdir honum. Á síðasta ári var selt nýtt hlutafé í Granda hf. á almennum markaði fyrir 50 milljónir króna að nafnverði. Eins og sést á yfirlitinu gripu hlutabréfasjóðir þá tækifærið og keyptu hluta í fyrirtækinu.