Fyrirtæki Austurbakki og Oddi semja um Dunlop prentvörur AUSTURBAKKI sf. hefur gert samning við prentsmiðjuna Odda hf. um kaup og sölu á Dunlop prentdúk eða printing blankets".

Fyrirtæki Austurbakki og Oddi semja um Dunlop prentvörur

AUSTURBAKKI sf. hefur gert samning við prentsmiðjuna Odda hf. um kaup og sölu á Dunlop prentdúk eða printing blankets". Samningurinn er til eins árs og er vel á þriðju milljóns króna að sögn Árna Þórs Árnasonar, framkvæmdastjóra Austurbakka sf.

Þessi samningur er alveg nýr og með honum erum við að hasla okkur völl á þessum markaði hér. Forsagan er sú að Erlendur Eysteinsson, sem er yfir íþróttavörudeildinni hjá okkur, er prentari að mennt og vissi um þessa prentdúka sem Dunlop var með. Hann fór að kíkja á þetta í rólegheitunum með íþróttavörunum og útkoman varð þessi samningur við eina af stærstu prentsmiðjum landsins sem ætti að koma okkur vel af stað," sagði Árni.