Minning: Kristín Kolbeinsdóttir, Ísafirði Fædd 4. apríl 1909 Dáin 22. mars 1991 Hún elsku amma, Kristín Kolbeinsdóttir, er látin. Mér er þungt um hjarta þegarég hugsa til þess að ég eigi ekki eftir að hitta hana aftur þegar ég kem "heim á Ísafjörð". Þegar við hittumst nú síðustu árin kvaddi amma mig alltaf þannig eins og viðmyndum kannski ekki hittast aftur. Einhvern veginn trúði maður þessu ekki og sem betur fer varð reyndin sú, að við hittumst oft eftir þessar kveðjustundir.

Kristín amma, eins og við kölluðum hana alltaf, hefði orðið 82 ára 4. apríl nk. Það er ef til vill hár aldur, en svo var ekki þegar maður var hjá ömmu. Hún var svo hress og ung þrátt fyrir árin. Mér þótti því svo vænt um þegar ég talaði við hana síðast, þá kvaddi hún mig ekki á sama gamla mátann heldur sagði: "Nú ætla ég að tóra svolítið lengur og fá að halda á honum litla syni þínum honum Sigurði Jóhanni," því hann hafði hún aldrei séð frá því hann fæddist 24. nóvember sl. En nú tóku örlögin framfyrir hendurnar á ömmu. En ég veit að þótt sonur minn hafi ekkifengið að hvíla á örmum hennar, þá er hún nú búin að fá að sjá hann og vakir yfir honum.

Mér eru minnisstæðar samverustundir okkar ömmu í sumar sem leið er við Kristinn, unnusti minn, heimsóttum hana. Þá var hún hress og kát að vanda og var að fara í ferðalag um Vestfirði með eldri borgurum á Ísafirði. Þegar við kvöddum dró hún fram skálina góðu og gaukaði að okkur mola í nesti, eins og hún sagði. Þetta litla atvik minnti á bernskuna, já amma passaði alltaf uppá að maður færi ekki svangur frá henni.

Elsku mamma, Dúnna, Inga, Gunnar og Sigurvin. Guð veri með ykkur og veiti ykkur styrk á sorgarstundu.

Ég veit að amma kveið ekki fyrir för sinni til nýrra heimkynna, og bestu þakkir fær elsku amma fyrir yndislegar samverustundir. Þeimmun ég aldrei gleyma.

Sigurða Sigurðardóttir