Pedro Almódóvar: Safnar sigurliði.
Pedro Almódóvar: Safnar sigurliði.
FRÆGUSTU útflutningsafurðir Spánverja í kvikmyndaheiminum, leikstjórinn Pedro Almódóvar , og leikararnir Antonio Banderas og Penelope Cruz, hyggjast vinna saman að nýrri mynd þess fyrstnefnda.
FRÆGUSTU útflutningsafurðir Spánverja í kvikmyndaheiminum, leikstjórinn Pedro Almódóvar , og leikararnir Antonio Banderas og Penelope Cruz, hyggjast vinna saman að nýrri mynd þess fyrstnefnda. Hún mun nefnast Tarantula og fjallar um lýtalækni sem ætlar að hefna sín á nauðgara dóttur sinnar með því að framkvæma á honum kynskiptaaðgerð gegn vilja hans. Bæði Banderas og Cruz eiga frama sinn í alþjóðlegri kvikmyndagerð Almódóvar mikið að þakka, Banderas ekki síst fyrir Konur á barmi taugaáfalls og Cruz fyrir Allt um móður mína .