HÁTÍÐ hafsins, samstarfsverkefni Sjómannadagsráðs, Reykjavíkurhafnar og Reykjavíkurborgar, er haldin um helgina í tilefni sjómannadagsins. Hátíðin hófst í gærmorgun með því að skipsflautur voru þeyttar, en hún fer að mestu leyti fram á Miðbakka.

HÁTÍÐ hafsins, samstarfsverkefni Sjómannadagsráðs, Reykjavíkurhafnar og Reykjavíkurborgar, er haldin um helgina í tilefni sjómannadagsins. Hátíðin hófst í gærmorgun með því að skipsflautur voru þeyttar, en hún fer að mestu leyti fram á Miðbakka.

Þéttskipuð dagskrá er í boði alla helgina, allt frá heimsmeistarakeppni í kúluspili á sandi til erinda um konur og kvóta og ættu allir aldurshópar að finna eitthvað við sitt hæfi. Í gærmorgun var siglingakeppni Brokeyjar ræst með fallbyssuskoti fyrir framan Sjávarútvegshúsið á Skúlagötu og var myndin tekin við það tækifæri.