Clint Eastwood
Clint Eastwood
BANDARÍSKI leikarinn Clint Eastwood, sem hefur leikið í ríflega 80 kvikmyndum og leikstýrt fjölda mynda, mun sækja þriðju árlegu Kvikmyndahátíð Maui í Wailea á Hawaii í næsta mánuði.

BANDARÍSKI leikarinn Clint Eastwood, sem hefur leikið í ríflega 80 kvikmyndum og leikstýrt fjölda mynda, mun sækja þriðju árlegu Kvikmyndahátíð Maui í Wailea á Hawaii í næsta mánuði. Í frétt Reuters segir að þar muni leikarinn góðkunni veita Silversword-verðlaununum viðtöku, en þau eru mestu heiðursverðlaun hátíðarinnar. Þá mun Eastwood einnig mæta í viðtal hjá Joel Siegel 14. júní nk. Kvikmyndahátíðin stendur yfir 12.-16. júní.

Eastwood verður þar heiðraður fyrir framlag sitt til "listsköpunar og ímyndar kvikmyndabransans", segir Barry Rivers, stjórnandi hátíðarinnar. "Það skipti engu hvert efni myndarinnar var, Clint Eastwood lyfti þeim ætíð á hærra plan," segir Rivers ennfremur.

Fyrstu heiðursverðlaun Kvikmyndahátíðar Maui hlaut leikstjórinn Tim Burton. Eastwood er tíður gestur á Maui.