FYRSTA þemasýning Sveinssafns í Krýsuvík verður opnuð í dag, sunnudag, kl. 13 og er þemað að þessu sinni "blái karlinn" í myndum Sveins Björnssonar.

FYRSTA þemasýning Sveinssafns í Krýsuvík verður opnuð í dag, sunnudag, kl. 13 og er þemað að þessu sinni "blái karlinn" í myndum Sveins Björnssonar. Sýningin ber yfirskriftina Bláhöfði í Krýsuvík og gefur þar að líta 27 myndir sem unnar eru í olíu, vatnsliti og olíupastel og spanna um fjörutíu ára listferil. Auk þess eru ámálaðar myndir á hurðir og myndir sem tilheyra húsinu eins og listamaðurinn skildi við það, hluti af sýningunni.

Gefin hefur verið út sýningarskrá um Bláhöfða í list Sveins Björnssonar.

Sýningargestum gefst kostur á að sjá viðbætur úr myndverkaskrá Sveinssafns á sjónvarpsskjá í dagstofu Sveinshúss og stefnt er að því að auka fjölbreytni þessarar viðbótar eftir því sem á sýningartímabilið líður. Kafli úr kvikmynd Erlends Sveinssonar um listamanninn styður einnig við sýninguna en í kvikmynd hans er m.a. fjallað um "bláa karlinn".

Sveinshús er opið fyrsta sunnudag í mánuði yfir sumarmánuðina.