Safnaðarheimilið Kirkjuhvoli Kvennakór Garðabæjar heldur vortónleika sína kl. 20. Efnisskrá spannar allt frá þjóðlögum til djass-standarda.
Safnaðarheimilið Kirkjuhvoli Kvennakór Garðabæjar heldur vortónleika sína kl. 20. Efnisskrá spannar allt frá þjóðlögum til djass-standarda. Einnig verður frumflutt lag eftir Karólínu Eiríksdóttur

við ljóð Steinunnar Sigurðardóttur sem samið var sérstaklega fyrir kórinn.

Píanóleikari er Helga Laufey Finnbogadóttir, kontrabassaleikari er Guðjón Þorláksson og kórstjóri er

Ingibjörg Guðjónsdóttir.

Kvennakór Garðabæjar er að ljúka sínu 2. starfsári og kórmeðlimir eru 33.

Mótel Venus í Hafnarskógi

Lokatónleikar Tónlistarfélags Borgarfjarðar á 35. starfsárinu verða kl. 20.30. Gunnar Ringsted ogfélagar flytja funheitan swingdjass í anda sígaunans Django Rheinhard, blúslög og rólegar ballöður. Auk Gunnars, sem leikur á gítar, eru í hljómsveitinni þeir Dan Cassidy fiðluleikari, Ingvi Rafn Ingvason trommuleikari, Jón Rafnsson bassaleikari og Kristján Guðmundsson píanóleikari. Gestasöngvari verður Guðríður Ringsted.