FYRIR stuttu var málverki eftir Hafstein Austmann stolið frá einkafyrirtæki í Reykjavík.

FYRIR stuttu var málverki eftir Hafstein Austmann stolið frá einkafyrirtæki í Reykjavík. Þetta er mikill missir fyrir eiganda verksins og ekki síður Hafstein, sérstaklega í ljósi þess að verkið er úr þriggja mynda seríu sem allar áttu að koma saman á yfirlitssýningu.

Myndin er olíumálverk, 125 x 110 sentimetrar, máluð árið 1994 og er án titils.