VALNEFND hins nýstofnaða Lindaprestakalls í Kópavogi ákvað á fundi sínum 27. maí sl. að leggja til að séra Guðmundur Karl Brynjarsson verði skipaður sóknarprestur frá 1. júlí.

VALNEFND hins nýstofnaða Lindaprestakalls í Kópavogi ákvað á fundi sínum 27. maí sl. að leggja til að séra Guðmundur Karl Brynjarsson verði skipaður sóknarprestur frá 1. júlí.

Sex umsækjendur voru um embætti sóknarprests í Lindaprestakalli og er skipað í það til fimm ára. Biskup mun senda dóms- og kirkjumálaráðherra niðurstöðu valnefndar en ráðherra veitir embættið. Í valnefnd sitja fimm fulltrúar úr prestakallinu, auk vígslubiskups og prófasts Reykjavíkurprófastsdæmis eystra, segir í frétt frá Biskupsstofu.