Hægt er að panta Ford Focus ST170 núna.
Hægt er að panta Ford Focus ST170 núna.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
FORD Focus ST170 er sportútgáfa af Focus sem beðið hefur verið eftir með mikilli eftirvæntingu.

FORD Focus ST170 er sportútgáfa af Focus sem beðið hefur verið eftir með mikilli eftirvæntingu. Í nýjasta hefti tímaritsins Autocar eru prófaðir svokallaðir "Hot Hatches" sem eru kraftmeiri og öflugri útfærslur hefðbundinna hlaðbaka og er Focus ST170 einmitt talinn til þess flokks. Niðurstaðan var sú að Focus ST170 er í hópi þeirra þriggja bestu.

Bíllinn er vel búinn og fæst bæði í 3ja dyra og 5 dyra útgáfu. Hann er með 2,0 lítra Duratec ST vél, 16 ventla sem skilar 173 hestöflum við 7.000 sn./mín. og togið er 195 Nm við 5.500 sn./mín. Gírkassinn er 6 gíra beinskiptur. Hemlabúnaðurinn er með ABS og 300 mm diskum að framan og 280 mm diskum að aftan. Hröðun úr kyrrstöðu í 100 km/klst er 8,2 sekúndur.

Meðal staðalbúnaðar má nefna spólvörn, 4 öryggispúða, fjarstýringu fyrir samlæsingu, upphitaða framrúðu, samlitan sportstuðara, ST170 grill og þokuljós og ST merki. 17 tommu álfelgur eru staðalbúnaður og 215/45 R17 dekk, loftkæling og geislaspilari.

Að innan eru fetlar með málmáferð og sérstök ST170 sportsæti styðja vel við ökumann og farþega.

Brimborg mun eingöngu sérpanta Focus ST170. 3ja dyra bíllinn kostar 2.595.000 kr. og fimm dyra bíllinn 2.655.000 kr.