Það er ekki hægt að þið, sem eruð öll að verða snillingar í að "djöggla", eigið ekkert almennilegt íslenskt orð yfir þessa frábæru íþrótt.

Það er ekki hægt að þið, sem eruð öll að verða snillingar í að "djöggla", eigið ekkert almennilegt íslenskt orð yfir þessa frábæru íþrótt. Þess vegna ætlar Barnablað Moggans að efna til orðasamkeppni um besta íslenska orðið yfir að "djöggla".

Og sá sem vinnur fær í VERÐLAUN alvöru "djöggl"-bolta og kennslustund í að "djöggla" og framkvæma ýmsar "djöggl"-kúnstir. Og auðvitað mynd af sér í Moggann í flottustu "djöggl"-stellingunum sínum!

Klippið þennan miða út og sendið okkur FYRIR 11. JÚNÍ eða sendið tölvupóst með sömu upplýsingum á barn@mbl.is