[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
DANMÖRK og Ítalía eru með dýrustu stæðin fyrir húsbíla og hjólhýsi í Evrópu. Svíþjóð og Þýskaland eru með þau ódýrustu samkvæmt verðkönnun þýsku ferðasamtakanna ADAC. Samanburðurinn náði til tólf landa.

DANMÖRK og Ítalía eru með dýrustu stæðin fyrir húsbíla og hjólhýsi í Evrópu. Svíþjóð og Þýskaland eru með þau ódýrustu samkvæmt verðkönnun þýsku ferðasamtakanna ADAC. Samanburðurinn náði til tólf landa. Miðað var við eina gistinótt fyrir fjölskyldu með tvo fullorðna og einn ungling (14 ára), bíl og húsbíl. Kostnaður við tvær kílówattstundir af rafmagni og aðgangur að baði var reiknaður inn í verðið. Meðalverð var reiknað í hverju landi.

Þegar haft var samband við tvö tjaldsvæði hér á landi kom í ljós að verðið er með lægsta móti hérlendis sé miðað við tölur úr þessari verðkönnun.

Á tjaldsvæðinu Hömrum við Kjarnaskóg kostar 1.500 krónur fyrir hjón og einn ungling að gista í húsbíl í eina nótt. Rafmagn og sturtunotkun er innifalið í verðinu. Á nýopnuðu tjaldsvæði í Hveragerði kostar það 1.850 krónur fyrir hjón með ungling að gista eina nótt í húsbíl og þá er rafmagn og aðgangur að sturtu innifalið í verðinu.