Sylvester Stallone og Jennifer Flavin í spjalli hjá sjónvarpsmanninum Larry King.
Sylvester Stallone og Jennifer Flavin í spjalli hjá sjónvarpsmanninum Larry King.
LEIKARINN Sylvester Stallone varð pabbi í fimmta sinn þegar eiginkona hans, Jennifer Flavin, ól stúlkubarn í Los Angeles á dögunum, að því er segir í frétt Bang Showbiz . Stúlkan var 3,4 kg, eða um 15 merkur, og hefur hlotið nafnið Scarlet Rose.

LEIKARINN Sylvester Stallone varð pabbi í fimmta sinn þegar eiginkona hans, Jennifer Flavin, ól stúlkubarn í Los Angeles á dögunum, að því er segir í frétt Bang Showbiz. Stúlkan var 3,4 kg, eða um 15 merkur, og hefur hlotið nafnið Scarlet Rose. Talsmaður Rambo segir að bæði móður og barni heilsist vel. Þetta er þriðja dóttir þeirra hjóna.

Auk tveggja dætra sem hjónin áttu áður, á Stallone tvo syni af fyrra hjónabandi. Talsmaðurinn segir ennfremur að Stallone hafi sagst vonast til að eignast stúlku þegar Flavin gekk með Scarlet Rose.

Það var ekki lognmolla í kringum þau hjónin meðan Flavin var barnshafandi. Stallone bjargaði henni úr bilaðri lyftu og var sú björgun engu tilkomuminni en sum af áhættuatriðum í þeim kvikmyndum sem kappinn hefur leikið í. Stallone, sem er alvanur hlutverki hetjunnar, bjargaði hinni 33 ára eiginkonu sinni úr lyftu sem var föst milli hæða. Sjónarvottur segist hafa séð Stallone fara úr Armani-jakkanum sínum, brjóta hann snyrtilega saman og svo tókst honum að þvinga lyftuna upp og opna dyrnar. Síðan hjálpaði hann öllum sem í lyftunni voru út úr henni. Áhyggjur af velferð eiginkonunnar munu hafa knúið kappann til að grípa til þessa örþrifaráðs.