Steven Spielberg: Spenna í framtíðinni.
Steven Spielberg: Spenna í framtíðinni.
VÍSINDATRYLLIRINN Minority Report , sem væntanleg er í bíóhúsin í leikstjórn Stevens Spielbergs , gerist í framtíðinni þar sem tæknin er orðin það mikil að glæpamenn eru handteknir áður en þeir hafa framið glæpinn.
VÍSINDATRYLLIRINN Minority Report , sem væntanleg er í bíóhúsin í leikstjórn Stevens Spielbergs , gerist í framtíðinni þar sem tæknin er orðin það mikil að glæpamenn eru handteknir áður en þeir hafa framið glæpinn. Sérstök deild innan löggæslukerfisins sér um vinnslu gagna um framtíðarglæpi og framtíðarglæpamenn, en aðalsöguhetjan, John Anderton, sem leikinn er af Tom Cruise , er lögreglufulltrúi í þeirri deild. Hann kemst í hann krappan þegar hann er sjálfur ákærður fyrir morð á manni, sem hann hefur ekki einu sinni hitt ennþá. Í kjölfarið hefst mikið kapphlaup við tímann þar sem John þarf að komast að því hvers vegna hann kemur til með að fremja þennan glæp. Með önnur hlutverk fara Colin Farrell, Samantha Morton, Max von Sydow, Kathryn Morris og Peter Stormare .